ESB skiptir sér ekki af hollenskum sjónvarpsþætti

Mar­kos Kyprianou, sem fer með heil­brigðismál inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, hafnaði því í dag að skipta sér af hol­lensk­um raun­veru­leika­sjón­varpsþætti þar sem dauðvona kona mun velja einn af þrem­ur þátt­tak­end­um til að fá nýru sín að gjöf. Hann lagði hins veg­ar fram til­lögu um það að Evr­ópu­sam­bandið gefi út líf­færa­gjafa­kort sem gildi fyr­ir allt Evr­ópu­sam­bandið. Þetta kem­ur framá frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

„Ég get ekki sagt að ég sé hrif­inn af hug­mynd­inni. Hafi fram­leiðend­urn­ir í huga að vekja at­hygli á vand­an­um, tel ég að þeir hefðu getað gert það á ann­an hátt,” sagði hann um sjón­varpsþátt­inn en 40.000 manns eru nú á biðlist­um eft­ir nýr­um í Evr­ópu. Þá lát­ast tíu manns inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins á dag vegna skorts á gjafa­líf­fær­um.

For­svars­menn hol­lensku sjón­varps­stöðvar­inn­ar BNN lýstu því yfir í gær að ekki yrði fallið frá áætl­un­um um að senda þátt­inn út en áætlan­ir um gerð þátt­ar­ins hafa­verið harðlega gagn­rýnd­ar í Hollandi. For­svars­menn stöðvar­inn­ar segja hins veg­ar að hann muni ýta und­ir þarfa umræðu um skort á líf­færa­gjöf­um í land­inu.

Til stend­ur að líf­færa­gjaf­inn sem kölluð er Lisa og sögð er 37 ára, byggi val sitt á upp­lýs­ing­um um keppi­naut­ana og viðtök­um við fjöl­skyld­ur þeirra og vini. Þá munu áhorf­end­ur geta sent inn ábend­ing­ar með SMS-skila­boðum.

Breski pró­fess­or­inn John Feehally seg­ir að það sem fram muni fara í þætt­in­um eigi ekk­ert skylt við það hvernig ákv­arðanir um líf­færa­gjaf­ir séu tekn­ar úti í hinum raun­veru­lega heimi og að þátt­ur­inn muni því ekki varpa ljósi á raun­veru­leg vanda­mál fólks sem bíður líf­færa­gjaf­ar.

Bart de Gra­aff, fyrr­um sjón­varps­stjóri BNN lét úr nýrna­bil­um 35 ára að aldri og segja for­svars­menn stöðvar­inn­ar mögu­leika þátt­tak­end­anna þriggja vera mun meiri en mögu­leika þeirra sem eru á biðlist­um eft­ir nýr­um í land­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert