Noregur friðsælasta land í heimi

Frá Ósló, höfuðborg Noregs.
Frá Ósló, höfuðborg Noregs. mbl.is

Vikublaðið The Economist hefur komist að því að Noregur sé friðsælasta land í heimi samkvæmkt heimsfriðsvísitölunni svokölluðu, sem tímaritið hefur birt í fyrsta sinn.

Fjöldi þátta voru reiknaðir saman á borð við lýðræði og prentfrelsi, útgjöld til hermála, tíðni hryðjuverka og líkur á þeim, morð- og glæpatíðni svo fátt eitt sé talið. Nýja Sjáland, Danmörk, Írland og Japan fylgja á eftir. Ísland, sem hlýtur að teljast frekar friðsælt land, er ekki metið í vísitölunni.

Á listanum eru 121 þjóð, Írak er á botni hans, en þar fyrir ofan eru svo Súdan, Ísrael og Rússland. Bandaríkin koma heldur illa út, eru í 96. sæti, en Tyrkland, Serbía og Sýrland þykja öll öruggari.

Samkvæmt frétt Aftenposten er það einkum lág glæpatíðni sem fleytir Norðmönnum í fyrsta sæti, en hún er nokkuð lægri en viðast annars staðar.

Norðurlöndin eru öll nema Ísland á lista yfir tíu friðsælustu löndin, Svíþjóð er neðst þeirra, í sjöunda sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka