Ósk um aukinn hvalakvóta Grænlendinga stendur í Alþjóðahvalveiðiráðinu

Jan Henderson, fulltrúi Nýja-Sjálands á fundi hvalveiðiráðsins, ræðir við japönsku …
Jan Henderson, fulltrúi Nýja-Sjálands á fundi hvalveiðiráðsins, ræðir við japönsku fulltrúana Itsunori Onodera og Kiyomi. AP

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins frestaði í gærkvöldi að afgreiða tillaga um að svonefndur frumbyggjakvóti Grænlendinga verði aukinn. Grænlendingar vilja að hrefnukvóti þeirra verði aukinn úr 175 dýrum í 200, þeir fái að veiða 19 langreyðar á ári í stað 19 og að auki fái þeir að veiða 10 hnúfubaka og 2 sléttbaka en hvorug þessara tegunda hefur verið veidd við Grænland undanfarna áratugi.

William Hogarth, formaður hvalveiðiráðsins, hvatti Dani, sem fara með málefni Grænlendinga á fundinum, til að endurskoða tillöguna svo hægt sé að ná málamiðlun. Amalie Jessen, annar tveggja formanna dönsku sendinefndarinnar, sagði að Danir væru tilbúnir til samninga.

Danir hafa sætt harðri gagnrýni umhverfisverndarsamtaka sem segja, að stór hluti hvalkjötsins sé selt til ríkisfyrirtækis sem selji kjötið áfram um allt Grænland. Þess vegna sé ekki hægt að líta á veiðarnar sem frumbyggjaveiðar heldur séu þær veiðar í atvinnuskyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert