Fékk flóttabílinn lánaðan hjá föður sínum

Maður á fertugsaldri sem stokkhólmslögreglan gaf út handtökuskipun á í tengslum við vopnað rán í gær hefur gefið sig fram við lögregluna. Hann mætti á lögreglustöð í fylgd með lögfræðingi og var handtekinn. Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ölvunarakstur en er að öðru leyti ekki þekktur fyrir að stunda glæpi.

Samkvæmt Dagens Nyheter hefur maðurinn ekki tengsl við glæpasamfélagið en hann hefur rekið þrjú fyrirtæki sem hafa orðið gjaldþrota og lítur lögreglan svo á málið að ránið hafi verið örþrifaráð til að bjarga sér úr fjárhagsvandræðum.

Lögreglan komst á sporið eftir að í ljós kom að önnur bifreiðanna sem ræninginn notaði var í eigu föður hins grunaða.

Lögreglan leitar enn að vitorðsmönnum ræningjans og segja að í það minnsta leiki einn ræningin enn lausum hala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert