Kínversk yfirvöld hyggjast senda frá sér nýja umhverfisáætlun og leiðir til að takast á við loftslagsbreytingar í næstu viku. Áætlunin verður birt skömmu áður en forseti landsins, Hu Jintao sækir næsta fund iðnvæddra þjóða (G-8 fundinn) sem haldinn verður í Þýskalandi 8. júní þar sem hlýnun lofthjúpsins verður helsta umræðuefnið.
Kínverska umhverfisáætlunin mun að sögn ýta undir orkusparnað og hvetja til þess að ný tækni til að binda gróðurhúsalofttegundir. Flest atriði áætlunarinnar stefna að skammtímamarkmiðum sem eiga að nást fyrir 2010 þar á meðal er aukin skógrægt.
Kína sem nú er með þriðju stærsta hagkerfi heims hefur hingað til ekki tekið fullan þátt í G-8 fundunum og undanfarna þrjá fundi hefur landið verið skráð sem þróunarland en nú mun það taka fullan þátt sem þróað iðnríki en stefnumótun kínverskra yfirvalda í mörgum málaflokkum eins og umhverfismálum og mengunarvörnum hefur hingað til verið á öndverðu meiði við önnur lönd í G-8.
Reiknað er með að Kína muni á næsta ári fara fram úr Bandaríkjunum sem eiga metið í losun gróðurhúsalofttegunda sem talið er að stuðli að hlýnun jarðar. Kína, Bandaríkin og Kína hafa verið treg til að setja lögboðið hámark á losunina eins og flest vestræn ríki hafa gert.
Kínverjar hafa fram að þessu sagt að hlýnun lofthjúpsins megi rekja til 200 ára iðnvæðingar vestrænna ríkja en fagna jafnframt öllum tilboðum um fjárhagslega- og tæknilega aðstoð í þessum málaflokki.