Hizbollah fordæma ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna

Hizbollah-samtökin í Líbanon hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau fordæma ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að settur verði upp sérstakur dómstóll vegna morðsins á Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons. Segir í yfirlýsingunni að atkvæðagreiðslan sé ólögleg atlaga að sjálfstæði Líbanons.

„Ályktunin er brot gegn sjálfstæði Líbanons og frekleg afskipti af innanríkismálum landsins. Hún er því skýrt brot á alþjóðalögum og ólögmæt bæði innan Líbanons og á alþjóðavettvangi,” segir í yfirlýsingunni. „Stjórnarflokkarnir í Líbanon hafa fært Bandaríkjastjórn mikla gjöf á sama tíma og hún veltir hinu pólitíska spili, sem hægt er að beita sem þrýstitæki, á milli handa sér."

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á miðvikudag að ályktun þess síðasta ári muni taka gildi þann 10. júní hafi stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan í Líbanon ekki náð sátt um meðhöndlun málsins fyrir þann tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert