Lars Emil Johansen hættir í grænlensku heimastjórninni

Lars Emil Johansen, sem tók við embættum fjármálaráðherra og utanríkisráðherra í nýrri heimastjórn Grænlands í byrjun maí, hefur sagt sig úr heimastjórninni. Johansen er einnig þingmaður á danska þinginu og var gert að velja hvort hann sæti þar áfram eða í landsstjórninni.

Ný samsteypustjórn jafnaðarmannaflokksins Siumut og hægri flokksins Atassut, var mynduð um síðustu mánaðamót eftir að samstarfi þriggja flokka stjórnar Siumut, Atassut og vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit var slitið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert