Leigubílstjórar mótmæla í Róm

Reuters

Um 400 ítalskir leigubílstjórar mótmæltu í miðborg Rómar í dag þeim fyrirætkunum stjórnvalda að opna greinina fyrir frekari samkeppni. Sagði talsmaður stéttarfélaga leigubílstjóra að tilgangur mótmælanna væri að fordæma fyrirætlanirnar og það að stjórnvöld hafi lítið ráðfært sig við stéttarfélögin.

Samkvæmt lögunum nýju mega yfirvöld í sveitarfélögum gefa út ótakmarkaðan fjölda leyfa til „framsækinna almenningssamganga”. Leigubílstjórar óttast að þetta muni rýra vermæti leyfa sinna, en þau eru að meðaltali metin á rúmlega 100.000 evrur hvert, eða rúmar átta milljónir íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert