Deilt um þungar flugfreyjur

Flugfreyjur Air India þurfa að sæta því að stíga á …
Flugfreyjur Air India þurfa að sæta því að stíga á vigtina. Reuters

Indverskur dómstóll hefur dæmt Indian Airlines í hag en flugfélagið setti flugfreyjur í farbann af því að þær voru of þungar að mati félagsins. Flugfreyjurnar mótmæltu og töldu aðgerðirnar niðrandi. Dómstóllinn taldi að flugfélagið hefði rétt á að grípa til slíkra aðgerða með tilliti til öryggis og hertrar samkeppni á flugmarkaðnum.

Fréttavefur BBC skýrði frá því að flugfélagið hóf að vigta flugfreyjurnar og mæla hæð þeirra á síðasta ári. Dómstóllinn taldi að öryggi farþega byggði á hæfni flugliða til að sinna störfum sínum og því væri réttmætt að vigta freyjurnar.

Indverski flugmarkaðurinn hefur stækkað töluvert undanfarinn áratug og samkeppnisaðilar Indian Airlines hafa undanfarið lagt aukna áherslu á vestræna glansímynd og hafa í auknum mæli ráðið grannar flugfreyjur og klætt þær í stutt pils og háa hæla.

Indian Airlines hafa á hinn bóginn séð sínum flugfreyjum fyrir þjóðlegum sarí-klæðnaði og leyft þeim að starfa til 58 ára aldurs.

Flugfreyjuhópurinn sem kærði flugfélagið hefur haldið því fram að verið sé að yngja upp meðal flugliða. Ein þeirra var kyrrsett eftir 25 ára farsælt starf þrátt fyrir að vera einungis 2 kílóum yfir mörkin.

Ekki kemur fram hvar mörkin liggja.

Á Indlandi er deilt um þyngd flugliða hjá Air India.
Á Indlandi er deilt um þyngd flugliða hjá Air India. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka