Á fréttavef Berlingske Tidende kemur fram að undanfarin fjögur ár hafi Bo Elkjær, blaðamaður Ekstra Bladet, leitað eftir viðtalið við forsætisráðherrann um ástæðu þess að Danmörk hóf þátttöku í Íraksstríðinu. Forsætisráðherrann hefur hingað til neitað að veita Elkjær viðtal, sem í lagði í kjölfarið fram kvörtun til umboðsmanns danska þingsins.
Umboðsmaður danska þingsins gagnrýndi forsætisráðuneytið opinberlega í dag fyrir málið. Niðurstaða umboðsmanns var sú að forsætisráðuneytið ætti að veita Bo Elkjær viðtal, eða ella gera skýrt grein fyrir ástæðum þess að gera það ekki.