Fogh skal veita viðtal um Írakstríðið

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, neitar að veita viðtal um …
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, neitar að veita viðtal um Íraksstríðið. Reuters

Á fréttavef Berlingske Tidende kemur fram að undanfarin fjögur ár hafi Bo Elkjær, blaðamaður Ekstra Bladet, leitað eftir viðtalið við forsætisráðherrann um ástæðu þess að Danmörk hóf þátttöku í Íraksstríðinu. Forsætisráðherrann hefur hingað til neitað að veita Elkjær viðtal, sem í lagði í kjölfarið fram kvörtun til umboðsmanns danska þingsins.

Umboðsmaður danska þingsins gagnrýndi forsætisráðuneytið opinberlega í dag fyrir málið. Niðurstaða umboðsmanns var sú að forsætisráðuneytið ætti að veita Bo Elkjær viðtal, eða ella gera skýrt grein fyrir ástæðum þess að gera það ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert