Líknardauðalæknirinn látinn laus úr fangelsi

Dr Jack Kevorkian líknardauðalæknirinn var látinn laus.
Dr Jack Kevorkian líknardauðalæknirinn var látinn laus. AP

Jack Kevorkian, bandaríski læknirinn sem er betur þekktur sem Dr Death sökum þess að hann er ötull talsmaður líknardauða, hefur verið leystur úr fangelsi. Kevorkian sem er 79 ára hefur setið af sér átta ár af 20 – 25 ára fangelsisdómi sem hann hlaut 1999 fyrir að aðstoða Thomas Youk við að fremja sjálfsmorð í beinni sjónvarpsútsendingu í Michigan.

Kevorkian hefur hannað vél sem dælir banvænum lyfjaskammti beint í æð og auðveldar fólki að fremja þannig sjálfsmorð.

Samkvæmt BBC hefur Kevorkian stoltur sagt frá því að hann hafi aðstoðað um 130 manns við að binda enda á líf sitt.

Kevorkian hlaut reynslulausn úr fangelsi sökum hrakandi heilsu.

Sjónvarpsþátturinn 60 minutes sem sjónvarpaði líknarmorðinu á Youk hefur boðið honum í þáttinn á sunnudaginn kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert