„Raunveruleikaþáttur“ um nýrnagjafa reyndist gabb

Tveir „keppendur“ ásamt kynninum er greint var frá gabbinu í …
Tveir „keppendur“ ásamt kynninum er greint var frá gabbinu í kvöld. Reuters

Raunveruleikaþáttur um dauðvona konu sem átti að ákveða hver fengi úr henni annað nýrað reyndist þegar til kom vera gabb. Þegar þátturinn fór í loftið í kvöld greindi kynnirinn frá því að umrædd kona væri í rauninni leikkona, og væri alls ekki að deyja af völdum heilaæxlis, eins og látið hafði verið í veðri vaka.

Allt hafi þetta verið til þess gert að þrýsta á hollensk stjórnvöld að gera umbætur á líffæragjafakerfinu í landinu og vekja athygli almennings á brýnni þörf fyrir líffæragjafir.

Sjúklingarnir þrír sem áttu að „keppa“ um nýrað úr gjafanum eru í raun sjúklingar sem þurfa á líffæraígræðslum að halda, en þeir tóku þátt í gabbinu.

Sjónvarpsstöði hefur verið gagnrýnd harðlega undanfarna daga fyrir að þátturinn væri smekklaus og siðlaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert