150 lögreglumenn hafa særst í átökum við mótmælendur í Rostock

Rúmlega 150 lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í Rostock í Þýskalandi í dag, en í næstu viku fer fram fundur leiðtoga iðnveldanna átta, G-8, í Heiligendamm við Eystrasalt, skammt frá Rostock. Köstuðu mótmælendur bensínsprengjum, flöskum og grjóti að lögreglu og kveiktu í nokkrum bílum.

Lögreglunni hafði náð tökum á óeirðum sem brutust út fyrr í dag, en blossuðu svo upp á ný. Lögreglan beitti vatnsbyssum til að reyna að hafa hemil á mótmælendum, sem sagðir eru tilheyra vinstri öfgasamtökum.

Einhverjir lögreglumenn munu hafa særst alvarlega í átökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert