Áður óþekktur indíánaþjóðflokkur kemur fram í Amazon

Áður óþekkt­ur indí­ánaþjóðflokk­ur sem lík­lega hef­ur fram til þessa aldrei kynnst vest­rænni siðmenn­ingu hef­ur komið í ljós í regn­skóg­um Amazon í Bras­il­íu, að því er yf­ir­völd þar í landi greina frá.

Í þjóðflokkn­um munu vera 87 manns, og býr hann á af­skekktu svæði um tvö þúsund km fyr­ir norðan Rio de Jan­eiro.

Þar sem eng­ar stór­ar ár eru á svæðinu má telja víst að ekki hafi verið hægt að fara inn á svæði þjóðflokks­ins, sem er djúpt inni í regn­skóg­in­um.

Flokk­ur­inn fannst þegar tveir meðlim­ir hans skutu skyndi­lega upp koll­in­um á vernd­ar­svæði ann­ars indí­ána­ætt­bálks. Ekki er vitað hvers vegna þessi áður óþekkti ætt­bálk­ur kaus að hafa sam­band við aðra nú. Talsmaður stjórn­valda seg­ir það eiga eft­ir að koma í ljós.

Til að koma í veg fyr­ir að meðlim­ir ætt­bálks­ins smit­ist af ut­anaðkom­andi sjúk­dóm­um hafa yf­ir­völd bannað öll sam­skipti við þá, nema hvað hóp­ur lækna var send­ur inn á svæði þeirra.

Um 700.000 indí­án­ar búa í regn­skóg­um Amazon, þar af um 400.000 á vernd­ar­svæðum þar sem þeir reyna að halda í hefðbundna menn­ingu sína, tungu­mál og lífs­hætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert