Bandaríski sjóherinn gerði árás á þorp í Sómalíu

Bandaríski sjóherinn hefur gert árás á þorp í Sómalíu þar sem herskáir íslamistar eru sagðir hafa skotið skjólshúsi yfir liðsmenn al Qaeda samtakanna. Árásin, sem átti sér stað í hinu afskekkta Puntland-héraði, er önnur árás bandaríska hersins í Sómalíu á þessu ári en samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla var talið að áhrifamikill liðsmaður al Qaeda samtakanna væri í þorpinu.

Maðurinn sem talinn var vera í þorpinu er grunaður um að hafa skipulagt árásirnar á sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu árið 1998.

Muse Gelle, héraðsstjóri, segir árás bandaríska sjóhersins hafa verið gerða á þorpið Bargal í Bari sýslu eftir að stjórnarhermenn höfðu barist klukkutímum saman við íslamista í þorpinu.

Bandaríkjaher hefur ekki viljað staðfesta að árásin hafi átt sér stað og talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir að oft þurfi aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum að fara leynt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert