Lík þriggja nýbura fundust undir kjallargólfi

Lík þriggja nýbura hafa fundist undir kjallaragólfi í íbúðablokk í Innsbruck í Austurríki, að því er lögreglan þar greindi frá í dag.

Nýr leigjandi í blokkinni fann fyrsta líkið þegar hann var að endurnýja kjallarann. Það var grafið í plastpoka undir gólffjölum. Við frekari leit fann lögreglan tvö lík til viðbótar.

Enn liggur ekki fyrir hvenær líkin voru grafin undir gólfinu, en lögreglan telur að það kunni að hafa verið fyrir nokkrum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka