Pólverjinn Jan Grzebski varð fyrir lest árið 1988 og féll í dá en komst nýlega aftur til meðvitundar, læknum til undrunar. Eiginkonan, Gertruda, missti þó aldrei vonina og annaðist hann allan tímann. Segir Jan hana hafa bjargað lífi sínu. Þau eiga fjögur börn og nú er Jan að kynnast 11 barnabörnum sem hann hefur aldrei séð.
En fleira hefur breyst. Fyrir 19 árum voru kommúnistar enn við völd, að vísu með miklum herkjum, þeir misstu tökin þegar fyrstu frjálsu þingkosningarnar í landinu fóru fram 1989. Nú er Pólland í Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu, mikil uppgangur er í efnahagslífinu og minningin um valdaskeið kommúnista farin að fölna. "Mér finnst furðulegt að sjá allt þetta fólk á götunum með farsímana sína – og það stynur stöðugt. Ég kvarta ekki undan neinu," segir Grzebski.