Til meðvitundar eftir nítján ár í dái

Pól­verj­inn Jan Grzebski varð fyr­ir lest árið 1988 og féll í dá en komst ný­lega aft­ur til meðvit­und­ar, lækn­um til undr­un­ar. Eig­in­kon­an, Gertruda, missti þó aldrei von­ina og annaðist hann all­an tím­ann. Seg­ir Jan hana hafa bjargað lífi sínu. Þau eiga fjög­ur börn og nú er Jan að kynn­ast 11 barna­börn­um sem hann hef­ur aldrei séð.

En fleira hef­ur breyst. Fyr­ir 19 árum voru komm­ún­ist­ar enn við völd, að vísu með mikl­um herkj­um, þeir misstu tök­in þegar fyrstu frjálsu þing­kosn­ing­arn­ar í land­inu fóru fram 1989. Nú er Pól­land í Evr­ópu­sam­band­inu og Atlants­hafs­banda­lag­inu, mik­il upp­gang­ur er í efna­hags­líf­inu og minn­ing­in um valda­skeið komm­ún­ista far­in að fölna. "Mér finnst furðulegt að sjá allt þetta fólk á göt­un­um með farsím­ana sína – og það styn­ur stöðugt. Ég kvarta ekki und­an neinu," seg­ir Grzebski.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert