Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) varar neytendur við því að nota tannkrem sem framleitt er í Kína, þar sem í því kunni að vera eiturefni sem notað er í frostlög. Segir FDA að allur sé varinn góður og því ættu neytendur að losa sig við kínverskt tannkrem.
FDA hefur ekki fengið neinar upplýsingar um eitrun af völdum kínversks tannkrems, en umrætt eiturefni fannst í sendingu sem kom til Bandaríkjanna og í tannkremi í tveim verslunum í Miami og á Púerto Rico.