Rússneskt hverasvæði eyðilagðist þegar skriða féll á það

Einstakt hverasvæði á Kamtsjatkaskaga austast í Rússlandi eyðilagðist um helgina þegar gríðarmikil skriða féll á svæðið. Margir hverir hurfu undir þykkt lag af leir, ís og grjóti og þykir ljóst að þeir muni ekki opnast aftur. Um 50 manns voru fluttir burt frá svæðinu með þyrlum eftir að skriðan féll.

Um 90 hverir voru á hverasvæðinu en fréttastofan RIA Novosti hefur eftir sjónarvottum að skriðan hafi fallið á um þriðjung svæðisins, sem var það næst stærsta í heimi á eftir Yellowstonesvæðinu í Bandaríkjunum og stærra en Geysissvæðið og hverasvæði í Chile og á Nýja-Sjálandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert