9000 töskur í reiðileysi á Kastrup

Frá Kastrupflugvelli.
Frá Kastrupflugvelli. Reuters

Um 9000 ferðatöskur eru nú í reiðileysi á Kastrupflugvelli en farangurskerfi vallarins brást í gær með þeim afleiðingum, að þúsundir taskna fóru ekki með flugvélum. Þurfti ferðaskrifstofa m.a. að leigja sérstaka flugvél til að senda 250 töskur á eftir farþegum, sem fóru til Grikklands.

Anette Haaning, upplýsingafulltrúi flugvallarins, segir við fréttablaðið Take Off, að ástæðan fyrir þessum vandræðum sé ekki tæknilegs eðlis. Það kemur alltaf öðru hvoru fyrir, að farangursfæribönd stöðvast, t.d. ef farangur annar en töskur festist á böndunum. Þá þarf að ræsa færiböndin aftur samkvæmt ákveðnum reglum. Það var hins vegar ekki gert í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert