Áhöfn danska konungsskipsins Dannebrog bjargaði tveimur ungum Svíum úr hafsnauð aðfaranótt sunnudags. Danskir fjölmiðlar láta þess sérstaklega getið, að þetta hafi gerst skömmu eftir að landsleik Dana og Svía lauk með ósköpum í Parken eftir að danskur áhorfandi réðist á dómarann sem flautaði leikinn af og dæmdi Svíum sigur, 3:0.
Lögreglan í Køge fékk tilkynningu um að neyðarblys hefðu sést í Fakseflóa í um 3 km fjarlægð. Þyrla var send til leitar og skipum á svæðinu var gert viðvart. Þyrlan fann skömmu síðar bát, sem hafði orðið vélarvana á flóanum. Dannebrog, sem var á siglingu á þessum slóðum, sendi vélbát til bilaða bátsins og sótti áhöfnina, tvo unga Svía.