Ákæra felld niður á hendur bílstjóra bin Ladens

Herdómari í Guantánamo herfangelsinu á Kúbu hefur vísað frá hryðjuverkaákæru á hendur Salim Ahmed Hamdan, sem eitt sinn var bílstjóri Osama bin Ladens, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda.

Sagði dómarinn að Bandaríkjastjórn hefði ekki sýnt fram á, að Hamdan væri ólöglegur óvinastríðsmaður í skilningi bandarískra hryðjuverkalaga.

Fyrr í dag vísaði annar bandarískur herdómari í Guantánamo frá ákæru á hendur tvítugum Kanadamanni, sem handtekinn var í Afganistan þegar hann var 15 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka