Kínverski risinn tekur fyrstu grænu skrefin

Yfirfull á af dauðum fiski í Hubei-héraði en um 125,000 …
Yfirfull á af dauðum fiski í Hubei-héraði en um 125,000 kg af fiski hefur drepist í vatninu undanfanra 3 daga vegna mengunar. Reuters

Nú hafa kínversk stjórnvöld sest upp í grænu umhverfislestina og kynnt áætlun sína um framlag til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Kína er í öðru sæti yfir þær þjóðir heims sem menga mest allra. Nýja áætlunin er þó ekki róttækari en svo að kínversk stjórnvöld neita að samþykkja alþjóðlegar skuldbindingar til að minnka útblástur og segja að ríkar iðnvæddar þjóðir verði að taka þá ábyrgð á sig.

Kínversk stjórnvöld kynntu áætlun sína í dag, tveimur dögum fyrir leiðtogafund iðnríkjanna átta en þar verður helsta áherslan á umhverfismál, og búa Kínverjar sig þannig undir gagnrýni sem þeir kunna að sæta á fundinum. Kínverska umhverfisplaggið er 62 síður og í því segja stjórnvöld að þau ætli að notast í mun ríkara mæli við endurnýtanlega orkugjafa og stuðla að aukinni vernd skóga. Kínversk stjórnvöld ætla líka að leggja meiri fjármuni í rannsóknir á sparneytinni orku, framfarir í stjórnun vatnsauðlinda og að fræða almenning um umhverfismál.

Ótrúleg stefnubreyting stjórnvalda í Kína - þrátt fyrir allt

Í kafla um losun gróðurhúsategunda er orðalagið mun almennara og lofað sýnilegum markmiðum en engin loforð eru gefin um takmörk þar að lútandi. Haft var eftir kínverskir ráðamönnum sem kynntu áætlunina að nú væri verið að leggja af stað í nýja tegund iðnvæðingar.

Ef markmið kínverskra stjórnvalda verða að veruleika er um að ræða ótrúlega stefnubreytingu í Kína. Hagvöxtur hefur verið nánast lygilegur undanfarin ár og hefur verið að mörgu leyti á kostnað umhverfisins og náttúru. Flest fljót landsins eru gríðarlega menguð og loftmengun í mörgum borgum er yfir heilsufarsmörkum. Helsti orkugjafinn í Kína er kol og er 70% af orku framleidd með kolum og búast sérfræðingar við að Kína nái í ár toppsætinu af Bandaríkjunum yfir þau lönd sem menga mest.

Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar fagnað áætlun Kína og sagði Achim Steiner, yfirmaður umhverfisáætlunar S.Þ að ekki væri hægt að biðja um meira á þessu stig mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert