Máli gegn barnahermanni vísað frá

Omar Kahdr.
Omar Kahdr. HO

Dómari nýja herdómstólsins í Guantánamo vísaði frá kærunni gegn Kanadamanninum Omar Khadr. Kahdr, sem var 15 ára gamall þegar hann var handtekinn í Afganistan, verður þó ekki sleppt úr fangelsinu.

Niðurstaða dómarans, Peter Brownback, lá fyrir aðeins nokkrum mínútum eftir að réttahöldin byrjuðu. Kahdr var ákærður fyrir ólögmætt morð í stríði, tilraun til ólögmæts morðs í stríði, samsæri, að veita hryðjuverkum efnislega aðstoð og njósnir.

Ástæðan fyrir frávísuninni var sögð vera að Kahdr hafi verið flokkaður af hernum sem „óvinahermaður“, en þar sem hann var ekki flokkaður sem „útlenskur ólögmætur óvinahermaður“ sagði Brownback að hann ætti engra annarra kosta völ en að vísa málinu frá. Samkvæmt lögum um stríðsglæpadómstóla frá því í fyrra sé aðeins hægt að ákæra þá sem hafa verið flokkaðir sem „ólögmætir óvinahermenn“ í Bandaríkjunum.

Þótt málinu hafi verið vísað frá þýðir það ekki að Omar Kahdr verði sleppt úr fangelsinu við Guantánamoflóa. Aðeins þrír af 380 manns, sem haldið er í fangelsinu, hafa verið ákærðir í nýja kerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert