Pútín hótar mótaðgerðum komi Bandaríkjamenn upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu

Vladímír Pútin.
Vladímír Pútin. Reuters

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar kunni að grípa til aðgerða ef Bandaríkjamenn halda fast við áform um að koma upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu. Í þessum aðgerðum gæti falist, að miða rússneskum eldflaugum, búnum kjarnaoddum, á skotmörk í Evrópu.

Pútín veitti erlendum blaðamönnum viðtal í Moskvu en hann er á leið til Þýskalands á leiðtogafund svonefndra G-8 ríkja þar sem hann mun m.a. hitta George W. Bush, forseta Bandaríkjanna.

Pútín gagnrýndi harðlega áform bandarískra stjórnvalda, að koma upp ratsjárstöð í Tékklandi og eldflaugum og Póllandi. Bandaríkin segja þetta nauðsynlegt til að bregðast við hugsanlegri eldflaugaárás frá Íran eða Norður-Kóreu en Pútín segir að hvorugt þessara halda búi yfir nægilega öflugum eldflaugum. Þess vegna gæti kerfinu verið beint gegn Rússum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert