Reisa minnismerki í Berlín um samkynhneigð fórnarlömb nasista

Frá Berlín en þar verður reist minnismerki um samkynhneigða sem …
Frá Berlín en þar verður reist minnismerki um samkynhneigða sem voru pyntaðir og drepnir í tíð nasista

Minnismerki um samkynhneigða sem voru pyntaðir og drepnir á tímum nasista í Þýskalandi verður reist síðar á árinu í Berlín. Þetta tilkynntu þýsk stjórnvöld í dag. Upphaflega átti það að sýna tvo karlmenn kyssast en hætt var við það vegna mótmæla lesbía.

Þrjú og hálft ár eru frá því þýska þingið samþykkti byggingu minnismerkisins og verður það staðsett við útjaðar Tiergarten garðsins í Berlín, sem er ekki fjarri minnismerki um 6 milljónir gyðinga sem létu lífið í Helförinni. Dani og Norðmaður hanna minnismerkið og verður það mótað eins og grá steinsteypt hella, með glugga sem gestir geta kíkt í gegnum og séð skjá með mynd á. Upphaflega átti að sýna videó af tveimur mönnum sem kyssast en því mótmæltu lesbíur.

Karla-og konukoss

Nú hefur Bernd Neumann,ráðherra menningarmála í Þýskalandi, lýst því yfir að á tveggja ára fresti verði skipt um videó í minnismerkinu og sýndur verður karlakoss í tvö ár og konukoss í tvö ár.

Nasistar lýstu samkynhneigð sem skekkju sem ógnaði þýska kynstofninum og dæmdu um 50 þúsund homma sem glæpamenn. Áætlað er að um 10-15 þúsund samkynhneigðir karlmenn hafi verið fluttir í einangrunarbúðir og fáir þeirra hafi lifað dvölina af. Fáir samkynhneigðir karlmenn stigu fram eftir seinni heimsstyrjöldina vegna þess að fordómar gegn þeim héldu áfram og lög sem notuð voru gegn þeim voru við lýði í Vestur-Þýskalandi allt til ársins 1969. Það var ekki fyrr en árið 2002 sem þýska þingið gaf út formlega afsökunarbeiðni til samkynhneigðra sem dæmdir voru í tíð nasista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert