Sprengja sprakk í strætisvagni í kristna hluta Beirút síðdegis í dag. Að sögn öryggissveita særðust sjö manns alvarlega í sprengingunni en þetta er fjórða sprengjan sem springur á almannafæri síðan átök brutust út á milli Íslamista og stjórnarhersins þann 20 maí síðast liðinn.
Í sjónvarpsfrétt líbanskrar sjónvarpsstöðvar mátti sjá að strætisvagninn var illa farinn eftir sprenginguna. Margir kyrrstæðir bílar sem lagt hafði verið í nágrenninu brunnu og verslunarmiðstöðin þar sem vagninn var staddur er hann sprakk skemmdist einnig