Ekki er talið að nokkur hafi komist lífs af er lítil flugvél með tveimur flugmönnum og fjögurra manna skurðstofuteymi og líffæri sem nota átti í líffæraflutningi hrapaði í Michigan í Bandaríkjunum í dag. Flugmaðurinn mun hafa tilkynnt bilun í stjórntækjum.
Um borð í vélinni voru tveir skurðlæknar og tveir sérfræðingar í líffæraflutningi sem og tveir flugmenn.
Vélin fór í loftið í Milwaukee og hélt í átt til Detroit en fljótlega bað flugmaður um að fá að snúa aftur til flugvallarins vegna bilunar en skömmu síðar hvarf vélin af ratsjá.
Sjúklingurinn sem bíður eftir líffæragjöfinni er sagður vera hætt kominn.