Aukið eftirlit í Svíþjóð með fólki sem starfar með börnum

Frá Stokkhólmi
Frá Stokkhólmi

Ríkisstjórn Svíþjóðar vill auka eftirlit með þeim sem sækjast eftir að starfa á dagheimilum, frístundaheimilum eða í skólum landsins. Farið verður fram á að fleiri starfsmenn en nú sýni skjöl sem staðfesti að viðkomandi hafi ekki gerst sekur um kynferðis - eða ofbeldisglæpi.

Í dag þurfa allir í Svíþjóð sem sækja um störf hjá dagheimilum, frístundarheimilum og skólum að sýna vottorð um að viðkomandi hafi ekki fengið dóm fyrir kynferðisglæp, vörslu barnakláms eða gróft ofbeldisbrot. Í frumvarpi sænsku ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram í dag, verður eftirlit sérstaklega aukið með afleysingafólki, nemendum og fólki í starfsþjálfun, starfsfólki sem er ráðið í gegnum ráðningaskrifstofur og starfsfólki mötuneyta og þeirra sem gegna öðrum störfum í skólum en kennslu og umönnun.

Lögin eiga að taka gildi í apríl 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert