Fréttakona myrt í Mosul í Írak

Írösk frétta­kona var skot­in til bana í borg­inni Mos­ul í dag. Kon­an starfaði fyr­ir frétta­stof­una „Voices of Iraq" (VOI) og er hún ann­ar fréttamaður stof­unn­ar sem er myrt­ur á einni viku.

Sa­h­ar Hus­sein al-Hayd­ari, 45 ára, var myrt á leið sinni til vinnu en ekki er vitað hver myrti hana. Hún læt­ur eft­ir sig eig­in­mann og þrjú börn. Í síðustu viku var fréttamaður VOI, Nez­ar al-Radi skot­inn til bana af óþekkt­um bys­su­m­anni í bæn­um Miss­an í suðuraust­ur­hluta Íraks. Í síðustu viku var fréttamaður AP sjón­varps­frétta­stof­unn­ar (APTN)í Írak skot­inn þegar hann fór í mosku í ná­grenni heim­ili síns í Bagdad.

Sam­kvæmt töl­um sem sam­tök­in frétta­menn án landa­mæra birtu þann 18. maí hafa 176 starfs­menn fjöl­miðla verið myrt­ir í Írak frá inn­rás­inni í mars 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert