Leiðtogar G8 hafa samþykkt að stefna að umtalsverðum minnkun á útblæstri gróðurhúsaloftegunda og að samþætta áætlun Bandaríkjanna aðgerðum Sameinuðu þjóðanna í umhverfismálum. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.
Bandaríkin streittust á móti tilraunum þýska kanslarans, Angelu Merkel, við að setja fram ákveðin markmið um minnkun útblásturs. Samkvæmt heimildarmanni Evrópusambandsins mun þó koma fram lokatextanum að leiðtogarnir viðurkenni óskir Evrópusambandsins, Kanada og Japan að minnka útblástur um að minnsta kosti helming fyrir árið 2050, sem er í samræmi við markmið Merkel.