Sarkozy krefst samstöðu um að draga úr gróðurhúsaáhrifum

Það fór vel á með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og …
Það fór vel á með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands á G-8 fundinum AP

For­seti Frakk­lands, Nicolas Sar­kozy, krafðist þess að G-8 rík­in væru sam­stíga í því að leita leiða til þess að draga úr gróður­húsa­áhrif­um. Þetta kom fram í ræðu Sar­kozys á ráðstefnu G-8 ríkj­anna, helstu iðnríkja í heimi, í Þýskalandi í dag.

Sagði Sar­kozy að G-8 rík­in yrðu að koma sér sam­an um að ná þeim mark­miðum sem vís­inda­sam­fé­lagið tel­ur að nauðsyn­legt sé að ná. Að sögn Sar­kozy verða rík­in að standa fast á því sem ákveðið verður í þess­um mál­um og að ekki væri hægt að semja sig frá þeirri ákvörðun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert