Sarkozy krefst samstöðu um að draga úr gróðurhúsaáhrifum

Það fór vel á með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og …
Það fór vel á með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands á G-8 fundinum AP

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, krafðist þess að G-8 ríkin væru samstíga í því að leita leiða til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Þetta kom fram í ræðu Sarkozys á ráðstefnu G-8 ríkjanna, helstu iðnríkja í heimi, í Þýskalandi í dag.

Sagði Sarkozy að G-8 ríkin yrðu að koma sér saman um að ná þeim markmiðum sem vísindasamfélagið telur að nauðsynlegt sé að ná. Að sögn Sarkozy verða ríkin að standa fast á því sem ákveðið verður í þessum málum og að ekki væri hægt að semja sig frá þeirri ákvörðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert