Stjörnur þrýsta á leiðtoga á G8-ríkjanna

George W. Bush og Bono funduðu um málefni Afríku í …
George W. Bush og Bono funduðu um málefni Afríku í dag. Reuters

Söngvari hljómsveitarinnar U2, Bono, fór ásamt popparanum Bob Geldoff og afríska söngvaranum Youssou N’Dour á fund George W. Bush, Bandaríkjaforseta á G8-fundinum. Bono sagði eftir fundinn að hann hefði lofað góðu en hann sagði jafnframt að reyna að ná peningum til hjálparstarfs í Afríku út úr hinum auðugu G8-ríkjum væri eins og að „kreista blóð úr steini.”

Stjörnurnar hittu einnig franska forsetann, Nicolas Sarkozy, þýska kanslarann, Angelu Merkel, breska forsætisráðherrann, Tony Blair og ítalska forsætisráðherrann Romano Prodi.

George W. Bush hefur heitið þrjátíu milljörðum bandaríkjadala til baráttunnar gegn alnæmi á heimsvísu næstu fimm árin og lýsti Bono yfir ánægju sinni með það framlag Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert