Stjörnur þrýsta á leiðtoga á G8-ríkjanna

George W. Bush og Bono funduðu um málefni Afríku í …
George W. Bush og Bono funduðu um málefni Afríku í dag. Reuters

Söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar U2, Bono, fór ásamt popp­ar­an­um Bob Geldoff og afr­íska söngv­ar­an­um Yous­sou N’Dour á fund Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seta á G8-fund­in­um. Bono sagði eft­ir fund­inn að hann hefði lofað góðu en hann sagði jafn­framt að reyna að ná pen­ing­um til hjálp­ar­starfs í Afr­íku út úr hinum auðugu G8-ríkj­um væri eins og að „kreista blóð úr steini.”

Stjörn­urn­ar hittu einnig franska for­set­ann, Nicolas Sar­kozy, þýska kansl­ar­ann, Ang­elu Merkel, breska for­sæt­is­ráðherr­ann, Tony Bla­ir og ít­alska for­sæt­is­ráðherr­ann Romano Prodi.

Geor­ge W. Bush hef­ur heitið þrjá­tíu millj­örðum banda­ríkja­dala til bar­átt­unn­ar gegn al­næmi á heimsvísu næstu fimm árin og lýsti Bono yfir ánægju sinni með það fram­lag Banda­ríkj­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert