Yfirvöld í Aserbaidsjan hafa fagnað þeirri tillögu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta um að komið verði fyrir sameiginlegu eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna og Rússlands í landinu. Þau segja að slíkt myndi bæta öryggi á svæðinu.
„Aserbaídsjan er reiðbúið í slíkar samningaviðræður [...] Þetta mun koma á auknum stöðuleika á svæðinu, og myndi ástandið verða útreiknanlegra,“ sagði utanríkisráðherra landsins, Elmar Mamedyarov, við blaðamenn.