Bush: Myndi fagna samstarfi við Rússa í eldflaugavörnum

George W. Bush á blaðamannafundi í Póllandi.
George W. Bush á blaðamannafundi í Póllandi. Reuters

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti sagðist í dag vilja nán­ara sam­starf við yf­ir­völd í Rússlandi í varn­ar­mál­um og ít­rekaði hann að Rúss­land væri ekki skot­mark eld­flaug­anna sem áætlað er að Banda­rík­in komi fyr­ir í Póllandi. Hann sagði að þær væru hluti af varn­ar­kerfi lands­ins. „Þess­um eld­flaug­um er ekki beint í átt til Rúss­lands,” sagði hann á blaðamanna­fundi í dag eft­ir viðræður við pólska for­set­ann, Lech Kaczynski.

„Í raun mynd­um við fagna sam­starfi við Rússa í eld­flauga­vörn­um. Það telj­um við að sé skyn­sam­legt,” bætti Bush við.

Bush mælti þessi orð á leið sinni frá Póllandi til Ítal­íu sem er fjórði viðkomu­staður hans á ferð hans um Evr­ópu en hann hef­ur þegar heim­sótt Tékk­land og Þýska­land þar sem G8 fund­ur­inn var hald­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert