Bush: Myndi fagna samstarfi við Rússa í eldflaugavörnum

George W. Bush á blaðamannafundi í Póllandi.
George W. Bush á blaðamannafundi í Póllandi. Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti sagðist í dag vilja nánara samstarf við yfirvöld í Rússlandi í varnarmálum og ítrekaði hann að Rússland væri ekki skotmark eldflauganna sem áætlað er að Bandaríkin komi fyrir í Póllandi. Hann sagði að þær væru hluti af varnarkerfi landsins. „Þessum eldflaugum er ekki beint í átt til Rússlands,” sagði hann á blaðamannafundi í dag eftir viðræður við pólska forsetann, Lech Kaczynski.

„Í raun myndum við fagna samstarfi við Rússa í eldflaugavörnum. Það teljum við að sé skynsamlegt,” bætti Bush við.

Bush mælti þessi orð á leið sinni frá Póllandi til Ítalíu sem er fjórði viðkomustaður hans á ferð hans um Evrópu en hann hefur þegar heimsótt Tékkland og Þýskaland þar sem G8 fundurinn var haldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert