CIA réttarhöld hafin á Ítalíu

Bandaríska leyniþjónustan CIA er sökuð um að hafa rænt egyptanum …
Bandaríska leyniþjónustan CIA er sökuð um að hafa rænt egyptanum Abu Omar, sem er grunaður um hryðjuverk, og flutt hann í Egypskt fangelsi þar sem hann var pyntaður. Reuters

Fyrstu réttarhöldin sem snúa um „óvenjulegt framsal“ bandarísku leyniþjónustunnar CIA á meintum hryðjuverkamönnum eru hafin á Ítalíu. 26 Bandaríkjamenn og sex Ítalir eru sakaðir um að hafa rænt egypskum manni, sem grunaður er um hryðjuverk, og sent hann til Egyptalands, þar sem talið er að hann hafi verið pyntaður.

Réttað verður yfir bandaríkjamönnum, sem eru flestir taldir vera leyniþjónustumenn CIA, að þeim fjarstöddum. Ítalir hafa ekki tilkynnt hvort þeir muni sækjast eftir því að þeir verði framseldir til Ítalíu svo þeir geti verið viðstaddir réttarhöldin í Mílanó.

George W. Bush Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Ítalíu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að réttarhöldin hefjast, segir fréttavef BBC.

Þá mun yfirmaður evrópskrar rannsóknar á framsalsferlinu birta nýjar niðurstöður í málinu síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert