Danskir gíslar sjóræningja heilir á húfi

Danska ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur greint frá því að það hafi ástæðu til að ætla að fimm dansk­ir sjó­menn sem eru í haldi sjó­ræn­ingja um borð í flutn­inga­skip­inu Danica White séu heil­ir á húfi. Tals­menn ráðuneyt­is­ins vilja þó ekki greina frá því hvaðan þeir hafi þær upp­lýs­ing­ar. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

“Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem við höf­um er eng­in ástæða til ann­ars en að ætla að áhöfn­in sé vel á sig kom­in,” seg­ir Lars Thu­esen, talsmaður ráðuneyt­is­ins. “Ut­an­rík­is­ráðuneytið tek­ur ekki þátt í samn­ingaviðræðum við gíslatöku­menn en við fylgj­umst náið með mál­inu og dönsk yf­ir­völd eru í sam­bandi við aðstand­end­ur mann­anna í Dan­mörku.”

Skip­inu var rænt úti fyr­ir Sómal­íu og siglt inn í sómalska land­helgi á laug­ar­dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert