Hitabylgja gengur nú yfir Suður-Noreg og hefur farið í 30,3 gráður, en hitinn hefur ekki náð slíkum hæðum í byrjun júní síðan seint á nítjándu öld. Heimildir eru fyrir því að 1887 hafi hitinn mælst 31 gráður í júní en samkvæmt norsku veðurstofunni sem hefur skráð hitastig síðan á fjórða áratugnum er þetta met.
Veðurstofan segir í samtali við norska Dagbladet að hitinn muni haldast yfir helgina en hugsanlega lækka um gráðu eða tvær.