Nærri tvö hundruð látnir í ofbeldisverkum í Írak í vikunni

Íraki situr yfir líkum bróður síns og tveggja ára bróðurdóttur …
Íraki situr yfir líkum bróður síns og tveggja ára bróðurdóttur í Kirkuk, norður af Bagdad, höfuðborg Íraks. Reuters

Nærri tvö hundruð manns hafa látið lífið í ofbeldisverkum í Írak á fyrstu viku júnímánaðar en lík 32 manna sem teknir höfðu verið af lífi fundust í Bagdad, höfuðborg landsins í gær. Mennirnir höfðu verið pyntaðir og síðan skotnir í höfuðið. Þá létu fjórtán manns lífið og 36 slösuðust í tveimur sprengjutilræðum í landinu í gær. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Fórnarlömbum ofbeldisverka fjölgaði mjög í Írak í síðasta mánuði en þá voru þau 1.949, samkvæmt upplýsingum íraska utanríkisráðuneytisins. Þar af voru 746 teknir af lífi eftir að þeim hafði verið rænt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert