Vopnaðir menn réðist inn á heimili Ali al-Jurani, yfirmanns innan írösku lögreglunnar, í bænum Kanaan í Diyala-héraði gær og myrtu eiginkonu hans og þrettán aðra sem þar voru staddir. Þá höfðu þeir þrjú börn þeirra á brott með sér. Að minnsta kosti sextán manns létu einnig lífið og 32 slösuðust í sprengjutilræði í bænum Qurna í suðurhluta landsins í dag. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Diyala hérað er eitt þeirra héraða Íraks þar sem hvað mest hefur verið um ofbeldisverk á undanförnum mánuðum en mun friðsælla hefur verið í suðurhluta landsins og mjög fátítt er að sprengjutilræði séu framin í suðurhluta landsins þar sem íbúarnir eru flestir sjítar. Segir fréttaskýrandi BBC að hugsanlega megi rekja sprengjuárásina í Qurna til þess að uppreisnarmenn hafi verið hraktir frá höfuðborginni Bagdad.