Pútín mælir með eldflaugavarnarkerfum í Tyrklandi og Írak

Vladimir Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í dag að hann leggi til að Bandaríkin komi sér upp eldflaugavarnakerfi í Tyrklandi eða Írak en áður hafði hann lagt til að slíku kerfi yrði komið upp í Aserbaídsjan. Pútín hefur lýst harðri andstöðu við hugmyndir Bandaríkjastjórnar um að koma upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi og segir þær til þess fallnar að koma af stað nýju vígbúnaðarkapphlaupi Rússa og Vesturvaldanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert