Skipta þarf um rafhlöður í Cheney

Dick Cheney þarf að gangast undir minniháttar aðgerð á næstunni.
Dick Cheney þarf að gangast undir minniháttar aðgerð á næstunni. Reuters

Varaforseti Bandaríkjanna, Dick Cheney mun á næstu mánuðum þurfa að fara í aðgerð til að láta skipta um rafhlöðu í hjartagangráði en hann hefur áður átt í vandræðum með hjartabilanir. Skrifstofa hans gaf út yfirlýsingu í dag þess efnis að rafhlöðuskiptin væru smávægileg aðgerð, ekki þyrfti að svæfa hann.

Cheney fór í árlega læknisskoðun í dag þar sem ástand hjartans, blóðrásarinnar og gangráðarins var yfirfarið af læknum og að sögn skrifstofu hans er hann við góða heilsu en rafhlöðuna þarf að skipta um á næstu mánuðum.

Cheney sem er 66 ára fékk sitt fjórða hjartaáfall árið 2000 og þarf að taka blóðþynningarlyf eftir tvo uppskurði til að láta fjarlægja blóðtappa í fótleggjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert