Talinn hafa smitað fjölda sænskra stúlkna af HIV

Lög­regla í Svíþjóð reyn­ir nú að hafa uppi á 130 ung­lings­stúlk­um sem áttu sam­skipti við 32 ára Breta, sem hef­ur viður­kennt að hafa stundað óvarið kyn­líf með ung­um stúlk­um þátt fyr­ir að hann vissi að hann væri HIV-smitaður. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Tvær stúlkn­anna, sem Bret­inn átti vingott við, hafa þegar greinst með HIV-veiruna og ótt­ast lög­regla að maður­inn hafi smitað tugi stúlkna til viðbót­ar.

Maður­inn, sem býr í Stokk­hólmi, kynnt­ist stúlk­un­um á Net­inu þar sem hann gekk und­ir nafn­inu "Hot Boy" en stúlk­urn­ar eru fædd­ar á ár­un­um 1986 til 1990. Listi með nöfn­um 130 stúlkna fund­ust í tölvu hans og reyn­ir lög­regla nú að hafa uppi á þeim öll­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert