Þrælum komið til bjargar í Kína

Verkamennirnir unnu í 20 tíma á dag við að búa …
Verkamennirnir unnu í 20 tíma á dag við að búa til múrsteina hjá kínversku fyrirtæki. Laun þeirra var vatn og brauð. Reuters

Þrjátíu og einum verkamanni hefur verið komið til bjargar en mennirnir störfuðu hjá fyrirtæki sem framleiðir múrsteina í Kína. Mennirnir, sem voru skítugir og ringlaðir, var haldið sem þrælum hjá fyrirtækinu segir á fréttavef BBC.

Átta verkamenn voru svo illa á sig komnir andlega eftir raunir sínar að þeir gátu aðeins munað nöfnin sín.

Verkamennirnir voru neyddir til að vinna frá kl. fimm á morgnanna til kl. eitt á nóttunni. Þeim voru ekki greidd laun heldur fengu þeir aðeins vatn og brauð fyrir stritið.

Fyrirtækið, sem er staðsett í fátækum hluta Shanxi-héraðsins, er í eigu sonar eins af riturum Kommúnistaflokksins í héraðinu.

Lögreglan sagði í samtali við BBC að eigandinn, Wang Binbin, hafi verið handtekinn og að verið væri að yfirheyra föður hans, Wang Dongji,

Þá hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir. Verkstjórinn lagði hinsvegar á flótta og er hans leitað.

Samkvæmt frétt sem birtist í dagblaðinu Beijing News, þar sem vísað er í Shanxi Evening News, höfðu mennirnir verið plataðir til þess að vinna hjá verksmiðjunni.

Þegar þeir komu þangað beið þeirra mikið harðræði. Greint var frá því að einn starfsmaðurinn hafi verið barinn til dauða með hamri fyrir það eitt að hafa ekki unnið nægilega hratt.

Þegar lögreglan kom á vettvang fundu þeir illa lyktandi verkamenn sem höfðu verið í sömu fötunum í eitt ár. Þeir höfðu ekki baðað sig, klippt á sér hárið eða burstað í sér tennurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert