Bush í Páfagarði

Biskupinn James Harvey tekur á móti bandarísku forsetahjónunum í páfagarði …
Biskupinn James Harvey tekur á móti bandarísku forsetahjónunum í páfagarði í dag AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti er í Páfagarði og hittir Benedikt XVI páfa í dag. Bush hefur sagst vera fyrst og fremst í Páfagarði til að hlusta á boðskap páfa, en búist er við því að hann muni ræða stríðið í Írak og stöðu kristinna þar, en einnig fóstureyðingar og brúðkaup samkynhneigðra. Bush hittir einnig Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu meðan á dvöl hans þar stendur, ítalskir stríðsandstæðingar hafa skipulagt tvær mótmælagöngur í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert