Fyrstu atkvæðin greidd í frönsku þingkosningunum

Sarkozy er spáð sigri í þingkosningunum sem hefjast í Frakklandi …
Sarkozy er spáð sigri í þingkosningunum sem hefjast í Frakklandi á morgun Reuters

Þingkosningarnar í Frakklandi hófust formlega í dag þegar kjósendur á eyjunum St. Pierre og Miquelon, handanhafssvæðum Frakka við strendur Kanada, greiddu atkvæði sín, um 5.000 manns eru á kjörskrá þar. Kjósendur á svæðum Frakka í Karíbahafi kjósa svo síðar í dag, en fyrri umferð kosninganna hefst í Frakklandi á morgun.

Seinni umferð kosninganna fer fram þann 17. júní nk. en flokki forsetans Nicolas Sarkozy er spáð miklu fylgi, en allt útlit er fyrir að sósíalistar tapi talsverðu fylgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert