Þingkosningarnar í Frakklandi hófust formlega í dag þegar kjósendur á eyjunum St. Pierre og Miquelon, handanhafssvæðum Frakka við strendur Kanada, greiddu atkvæði sín, um 5.000 manns eru á kjörskrá þar. Kjósendur á svæðum Frakka í Karíbahafi kjósa svo síðar í dag, en fyrri umferð kosninganna hefst í Frakklandi á morgun.
Seinni umferð kosninganna fer fram þann 17. júní nk. en flokki forsetans Nicolas Sarkozy er spáð miklu fylgi, en allt útlit er fyrir að sósíalistar tapi talsverðu fylgi.