Harry Bretaprins sagður ætla að hætta í breska hernum

Harry Bretaprins
Harry Bretaprins Reuters

Harry, Bretaprins er sagður ætla að hætta í breska hernum vegna vonbrigða sinna yfir því að hafa ekki verið sendur til Íraks ásamt félögum sínum. Þetta kemur fram á vefsíðu norska blaðsins Aftenposten. Er Harry sagður hafa sagt vinum sínum að hann þoli ekki þá auðmýkingu að hafa ekki verið sendur í bardaga.

Yfirmenn Harrys ákváðu að hann fengi ekki að fara ásamt hersveit sinni til Íraks þar sem það myndi skapa honum og liðsmönnum hans mikla hættu. Harry er sagður vonsvikinn yfir því að hafa ekki fengið málamiðlunartilboð um að þjóna í Afganistan og er hann því sagður ætla að hætta störfum sínum í hernum.

Talsmaður prinsins segir engu að síður að Harry sé ákveðinn í að halda áfram ferli sínum í hernum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert