Forseti Aserbaidjan fagnar hugmyndum um ratsjárstöð

Ilham Aliyev, forseti Aserbaídjans, sagðist í dag fagna hugmyndum Rússa um að koma upp sameiginlegri ratsjárstöð með Bandaríkjamönnum í landinu. Aliyev sagði þó að ræða þyrfti málið nákvæmlega af öllum aðilum áður en nokkuð yrði ákveðið.

Bandaríkjamenn hafa sagst ætla að íhuga ratsjárstöðina, en hafa ítrekað við Rússa að ekki komi til greina að hætta við eldflaugavarnir í Tékklandi og Póllandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert