Sverð Napóleons á uppboði

Sverðið var hannað með það í huga að gott væri …
Sverðið var hannað með það í huga að gott væri að hálshöggva óvini AP

Gyllt sverð sem var í eigu Napóleons verður boðið upp í Frakklandi, 207 árum eftir að það var síðast notað í orrustu. Sverðið er síðasta sverð Napóleons sem enn er í einka eigu, en átta afkomendur keisarans eiga það. Óvíst er hve mikið fæst fyrir gripinn, en uppboðshaldarinn segir ljóst að upphæðin hlaupi á milljónum evra.

Sverðið er 100 sentimetra langt og er hannað undir áhrifum frá arabískum bjúgsverðum þar sem Napóleon komst að því í Egyptalandi að slík sverð hentuðu afar vel til að höggva af höfuð óvina.

Napóleon notaði sverðið síðast í orrustunni við Marengo í júní árið 1800, en gaf skömmu síðar bróður sínum það, en það hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan.

Sverðið var sett á lista yfir þjóðargersemar árið 1978 og fylgja sölunni þvi þær kvaðir að nýr eigandi verður að hafa franskt heimilsfang, þótt hann megi vera erlendur, en sverðið verður að vera í Frakklandi a.m.k. sex mánuði á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert