Útlit er fyrir að hægri menn hafi unnið stórsigur í fyrri umferð þingkosninganna sem fram fóru í Frakklandi í dag. Þegar tveir þriðju atkvæða hafa verið talin er UMP, stjórnmálaflokkur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, með 40% atkvæða.
Sósíallistaflokkurinn er með 26% atkvæða. Mjög lítil kjörsókn var í Frakklandi í dag eða 60-61%. Síðari umferð þingkosninganna fer fram að viku liðinni.